Stóra-Fjarðarhorn er í botni Kollafjarðar á Ströndum. Bústofninn telur um 550 ær, flestar kollóttar en nokkrar hyrndar líka. Fjölbreytnina viljum við halda í og eiga helst alla liti íslensku litaflórunnar þó svo að hvítar kindur séu algengastar.

Beitilandið er vel gróið og nær frá fjöru, inn dali og upp á fjallstoppa. Grösugir dalir er hluti af landinu og falleg á rennur um landið.

Heyjað í rúllur og ef þörf er á viðbótarfóðri er gefið kjarnfóður. Steinefnagjöf og nauðsynlegar lyfjagjafir eru í samráði við dýralækni. Lyfjagjöf er að sjálfsögðu reynt að takmarka eins mikið og kostur er en þó eru fyrirbyggjandi meðferðir hluti af framleiðsluferlinu.

Á vorin fara lambærnar út á túnin og eru þar þangað til úthagi er orðinn nógu gróinn til að þola beit. Langstærstur hluti lambanna fer beint af úthagabeit í sláturhús. Grænfóðurræktun er lítil. Ærnar eru svo innan girðinga þar til þær eru teknar á hús um haustið.

Sláturhús

Öllum gripum er slátrað í sláturhúsið SKVH á Hvammstanga. 

Kjötvinnsla

 Öll kjötvinnsla fer einnig fram í sláturhúsi SKVH á Hvammstanga

Til baka

Um okkur

Verkefnið er samstarfsverkefni Náttúrustofu Vestfjarða, Beint frá Býli, Iceland fish export, Snerpu ehf, Húsavíkurbúsins og Gemlufallsbúsins.

Verkefnið fékk styrk frá Uppbyggingarsjóði Vestfjarða árið 2014 fyrir fyrstu skrefum verkefnisins.

Markmið verkefnisins er að hafa möguleika á því að rekja vöru er hægt að sýna fram á uppruna hennar og hvaða leið hún hefur farið í gegnum virðiskeðjuna. Með þessari aðferð er hægt að velja sér kjöt eftir beitilandi og þá bragðgæðum kjöts, því sýnt hefur fram á að beitiland hefur áhrif á bragðgæðum lambakjöts.